
Haltu upp á stóra
daginn hjá okkur!
Brúðkaups
veislur
Við bjóðum upp á fallega aðstöðu til að halda draumabrúðkaup. Salurinn er rúmgóður og fallegur, auk þess er verönd sem hægt er að nota í góðu veðri. Við höldum einkaveislur fyrir 75-130 manns.
Við bjóðum upp á þriggja rétta brúðkaupsmatseðil. Við erum líka alltaf til í samtal. um aðrar útfærslur
Aðkoman er þægileg, nóg af bílastæðum.
Svo má ekki gleyma útsýninu sem er afar fallegt.

Við getum boðið upp á eftirfarandi.
Bara að spyrja!
Einkasal
Svið og hljóðkerfi fyrir ræður
Dúkuð borð (aukagjald)
Dansgólf og dansað til 02:00
Næg bílastæði
Kokteila
Hlaðborð eða 3 til 4 rétta matseðil
Sérseðill fyrir vegan og grænmetisætur
Hljóðkerfi fyrir hljómsveit (aukagjald)
Settu saman
þinn brúðkaupsseðil
FORRÉTTIR
Cajun svert New Orleans bleikja borin fram með mildri Pontchartrain rjóma-hvítvínssósu.
Japanskur misómaríneraður lax með tare-sósu á beði af vorlauk, tómötum og frisée salati.
Steik Rustico. Smjördeigsbrauð með lambasteik, sýrðum gúrkum, frisée salati, rósapipars crème fraiche og piri piri.
Sjávarréttasúpa með humri, bláskel, kóngarækju og hörpuskel.
Tómatarnir hans Bjarna. Lífrænir, hefðbundnir íslenskir tómatar ræktaðir í mold hjá Bjarna í Brautarholti með heimagerðum ricottaosti og villtum blómum og jurtum.
VEGAN Skógarbotninn. Svartur hummus, shitake sveppir.
VEGAN Maísrif, chowder og súrdeigsflatbrauð
AÐALRÉTTIR
Lambalæri confit. Lambalæri hægeldað í andafitu í 8 klukkustundir. Borið fram með írskri rótarmús, súrsætu rauðkáli og grænbaunakremi.
Nautalund (+1500 kr). Heilgrilluð nautalund með enskum rstkartöflum, au jus sósu og rósasalati.
Nauta-ribeye (+1000 kr). Medium rare eða medium grilluð ribeye steik með enskum röstkartöflum, au jus sósu og rósasalati.
Harissa misó lax með svertum laukjurtum, padronpiprum og appelsínulassí.
Grilluð, líbönsk kjúklingaspjót á salatbeði með kúskús og grilluðu grænmeti.
VEGAN Norður-afrískar bollur eldaðar í Tagine-potti með grilluðu grænmeti, kúskús og grísku salati. Hægt að fá sætar franskar kartöflur með.
EFTIRRÉTTA-HLAÐBORÐ
Valdir eru fjórir eftirréttir
Crème brulee fleur d’oranger (hægt að fá vegan)
Belgísk súkkulaðimús (hægt að fá vegan)
Tiramisú
Eplabaka með rjóma (hægt að fá vegan)
Kramin súkkulaðikaka
Svört pavlova
VERÐ ER 8900 Á MANN
(INNIFALIN ER SALARLEIGA OG FULL ÞJÓNUSTA. LÁGMARKSFJÖLDI ER 70)